Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Gömul fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli

06.04.2013 - 18:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Flugvél sem eitt sinn var skráð á dótturfyrirtæki öryggisfyrirtækisins Blackwater, sem meðal annars sá um fangaflug fyrir CIA, lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Samkvæmt vefsíðum, sem sjá um skráningu véla, var hún fyrir rúmu ári skráð á fyrirtækið EP Aviations, sem er dótturfyrirtæki Blackwater, en það fyrirtæki heitir reyndar núna Xe Services. Flugþjónustan ehf., sem sér um að þjónusta vélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli, vildi engar upplýsingar veita um hvaða erindi þessi vél ætti hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þó aðeins þrír flugmenn um borð í vélinni sem er á leið til Grænlands.