Terrel Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 30 stig og tók að auki 10 fráköst. Hjá Val var Urald King atkvæðamestur með 16 stig og 10 fráköst.
Leikurinn var sá fyrsti í 16. umferð Dominos-deildar karla og eini leikurinn í deildinni í kvöld. Njarðvík er eftir sigurinn í 5. sæti með 18 stig, fjórum stigum á eftir næstu liðum. Valur situr í 10. sæti deildarinnar með 10 stig, fjórum stigum frá fallsæti.