Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Góður seinni hálfleikur skilaði Njarðvík sigri

Mynd með færslu
Terrell Vinson í leik með Njarðvík á síðasta tímabili. Hann samdi svo við Grindavík fyrir yfirstandandi leiktíð. Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Góður seinni hálfleikur skilaði Njarðvík sigri

31.01.2018 - 20:05
Njarðvík vann í kvöld öruggan sigur á Val í Dominos-deild karla í körfubolta, 106-73. Jafnt var í hálfleik, 46-46 en í seinni hálfleik varð algjört hrun á leik heimamanna í liði Vals og Njarðvíkingar gengu á lagið og skoruðu 60 stig á Valsmenn í seinni hálfleik á meðan Valur skoraði aðeins 27 stig.

Terrel Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 30 stig og tók að auki 10 fráköst. Hjá Val var Urald King atkvæðamestur með 16 stig og 10 fráköst.

Leikurinn var sá fyrsti í 16. umferð Dominos-deildar karla og eini leikurinn í deildinni í kvöld. Njarðvík er eftir sigurinn í 5. sæti með 18 stig, fjórum stigum á eftir næstu liðum. Valur situr í 10. sæti deildarinnar með 10 stig, fjórum stigum frá fallsæti.