Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Glitnis-menn neita sök

04.09.2013 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Þrír af fjórum sakborningum í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi starfsmönnum Glitnis neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Einn þeirra, Birkir Kristinsson, kaus að taka afstöðu þegar búið væri að leysa úr frávísunarþætti málsins en lögmaður hans lagði fram frávísunarkröfu.

Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44. Auk Birkis eru þeir Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson.

Við þingfestingu lagði sérstakur saksóknari fram greinargerð í einkamáli sem Glitnir höfðaði á hendur mönnunum fjórum, þessu var mótmælt af lögmönnum mannanna þar sem þeir fengu ekki að tjá sig um greinargerðina.