Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Gliðnunargos standa oft lengi

17.02.2015 - 18:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Enn er ómögulegt að spá fyrir um það hvaða stefnu umbrotin í Nornahrauni taka.

Gosið í Holuhrauni sem vísindamenn kalla núna Nornahraun er í rénun og því gæti lokið á næstu vikum eða mánuðum. En það væri mikil einföldun að ætla að þar með ljúki eldsumbrotum á þessum slóðum. Ef gígurinn lokast í Nornahrauni og kvika er enn á hreyfingu í iðrum jarðar er líklegast að hún komi upp Bárðarbungu eða jafnvel í bungunni sjálfri. Reynslan af gliðnunargosum er sú að þau geti staðið árum saman með hléum, eins og gerðist í Kröflu þar sem umbrotin stóðu í tíu ár. Þetta sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í erindi við Háskóla Íslands í dag. Spegillinn talaði við Ármann og má hlusta að viðtalið hér í heild sinni.