Emmsjá Gauti er líka búinn að láta útbúa dótakall í eigin mynd, svokallaðan He-Man karl. Þá eru margir sem hafa spilað tölvuleikinn hans, sem miðar að því að koma rapparanum inn á Prikið í Bankastrætinu þar sem hann hyggst halda útgáfupartí nýju plötunnar á fimmtudag í næstu viku.
Ekki að reyna að þóknast einhverjum hópi
„Þemað á þessari plötu var að stroka ekkert út og halda í ræturnar og muna að mér finnist ótrúlega gaman að rappa. Ég hef alveg dottið inn í tímabil þar sem ég hef reynt að semja fyrir aðra og þóknast einhverjum hópi og þá verður þetta jafnleiðinlegt og stjórnmálaumræðan hérna áðan [viðtal við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar, sem var fyrr í þættinum]. Viðlagið er bara, það er engin tenging: ég lyfti lóðum og lyfti mér upp, ég held mér góðum og lyfti mér upp,“ segir Emmsjé Gauti.