Gíslunum sleppt í Manila

02.03.2020 - 14:39
epa08264726 A crowd of Filipinos walk out from a shopping mall after being held hostage by Alchie Paray (not pictured) following a shooting incident in San Juan City, Philippines, 02 March 2020. At least one person has been shot and about 30 people were held hostage by a gunman in a shopping mall in San Juan City 02 March 2020, according to local media citing police.  EPA-EFE/MARK CRISTINO
 Mynd: EPA
Maðurinn sem skaut einn og tók um þrjátíu manns í gíslingu í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun hefur sleppt gíslunum og gefið sig fram til lögreglu. Hann er fyrrverandi öryggisvörður í verslunarmiðstöðinni en talið er að hann hafi framið ódæðisverkið eftir að hafa verið sagt upp störfum.

Fjölmennt lið lögreglu umkringdi verslunarmiðstöðina klukkan sjö í morgun og aðgerðum lauk laust eftir klukkan eitt að íslenskum tíma. Þegar gíslatökumaðurinn gekk út úr verslunarmiðstöðinni lýsti hann yfir mikilli óánægju með vinnuveitanda sinn. Lögregla vildi ekki tjá sig um andlega eða líkamlega líðan gíslanna.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi