Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Sýningin vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd fyrir rúmum tveimur árum í Royal Shakespeare Company. Gísli sagði í Kastljósi að bandarískir leikhúsmenn hefðu komið á sýninguna á sínum tíma - þeir hefðu lofað gull og grænum skógum.
Sýningin um Hróa hött hefur verið á faraldsfæti, hefur verið sýnd í Boston, verður sýnd í Toronto og endar loks á Broadway. Gísli segir að svona ferli eigi sér langan aðdraganda þótt tvö og hálft ár þyki ekki langur tími. Gísli segist jafnframt hafa þurft að berjast fyrir samstarfsfólki sínu því Ameríkanarnir hafi viljað koma sínu fólki. Það hafi þeim hins vegar ekki tekist.