Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Gísli Freyr vill semja um bætur

09.01.2015 - 14:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur leitað sátta um bótakröfur Tonys Omos og tveggja kvenna í lekamálinu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu setti lögmaður Gísla Freys sig í samband við lögmenn fólksins eftir að Gísli var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í nóvember, fyrir að leka trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu. Viðræður munu hafa farið fram, en ekki hefur náðst sátt ennþá. Kröfurnar eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur Gísli Freyr frest fram í næstu viku til að skila um þær greinargerð.

Hælisleitandinn Tony Omos krefst fimm milljóna króna í bætur, Evelyn Glory Joseph krefst 4,5 milljóna og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaðnu, gerir 2,5 milljóna króna bótakröfu.