Gísla Marteini mútað með sælgæti

Mynd: RÚV / RÚV

Gísla Marteini mútað með sælgæti

17.05.2019 - 20:52

Höfundar

Gísli Marteinn býður áhorfendur velkomna í þularklefann sem hann kemur til með að verma annað kvöld og lýsa úrslitum Eurovision. Í klefanum upplýsir Gísli um spillingu og mútuþægni sem tíðkast meðal þula í keppninni.

Það eru ýmis atriði sem þurfa að ganga upp til þess að lag geti sigrað í Eurovision, en vel heppnað samspil söngs, dans, myndvinnslu og sviðsetningar skiptir höfuð máli. Það er hins vegar annað mikilvægt atriði sem mikilvægt er að sé sigurlaginu í hag en á til að gleymast, en það eru ummæli þularins um atriðið áður en landið stígur á svið. Ef þulurinn varar við leiðindum í næsta atriði er allt eins líklegt að fólk standi upp og nýti sér tækifærið til að bregða sér á snyrtinguna, en áhorfendur eru mun líklegri til að vera jákvæðir gagnvart framlaginu ef þulurinn er það líka.

Gísli Marteinn kemur til með að lýsa keppninni eins og hann hefur gert undanfarin ár og hann bauð sjónvarpsáhorfendum að kíkja inn í þularklefann sinn í þættinum Telegram frá Tel Aviv. Í klefanum upplýsir Gísli Marteinn um ákveðna spillingu, en undanfarin ár hefur það tíðkast þulirnir greiða og þiggja mútur til að mýkja þá fyrir atriði landanna og minnka líkur á pissupásu.

Gísli Marteinn hefur í ár fengið að gjöf stuttermaboli, taupoka sem hann segir muni nýtast vel fyrir innkaupaferðir í Melabúðina, geisladiska og sælgæti frá hinum löndunum. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Íslands hefur ekki látið sitt eftir liggja en hann bankaði upp á í öðrum þulaherbergjum með veglegan og álitsmýkjandi gjafapoka frá Íslendingum.

Gísli segir þó að í gegnum tíðina hafi mútunum farið fækkandi og segir stéttarfélag þula koma til með að álykta um það mál á næstunni enda sé ótækt að sælgætisbirgðirnar í þularklefanum rýrni.

Rætt var við Gísla Martein í þættinum Telegram frá Tel Aviv og innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Við tjáum okkur ekki um lokaútspilið“

Tónlist

Fólkið á götunni bjartsýnt fyrir hönd Hatara

Popptónlist

Hatari sautjándi á svið

Tónlist

Þökkuðu Dominos og Deutsche Bank stuðninginn