Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Gígarnir í Grímsvötnum greinilegir

02.06.2012 - 19:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Gígarnir í Grímsvötnum sjást nú greinilega, eftir að vatnsborð í lóninu lækkaði í vor. Aukin jarðhitavirkni bræðir jökulstálið ofan í lónið.

Þessar myndir tók Ómar Ragnarsson síðasta fimmtudag - þarna sjást Grímsvötn úr austri. Jökullinn er allt í kring - og þegar byrjaður að þjarma að gosstöðinni - en ummerkin eftir hamfarirnar í fyrra eru enn greinileg.

„Við sjáum þarna gígrima, stóran - sem byrjaði að myndast eftir að fór að draga úr gosinu því þegar það var mest, þá var allur þessi ketill einn gígur - einn  og hálfur kílómeter í þvermál,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

Enda kom gríðarlegt magn af ösku þarna upp í byrjun gossins í maí í fyrra og lagðist yfir sveitinar sunnan og vestan við en það dró fljótt úr krafti gossins.

„Og svo fóru að myndast þessir gígar inni í hinum gígnum, þegar fer að draga úr gosinu.  Og þessi eyja sem sést þarna vestan til eru leifar af litlu gígunum sem voru virkir síðustu dagana."