Ghani sigraði í forsetakosningum í Afganistan

18.02.2020 - 14:12
epa08225799 (FILE) - Afghan President Ashraf Ghani reacts during the closing ceremony of the Afghan government's Loya Jirga (lit. Grand Assembly) in Kabul, Afghanistan, 03 May 2019 (reissued 18 February 2020). According to reports citing the Independent Election Commission (IEC), Ghani has won the Afghan presidential election.  EPA-EFE/JAWAD JALALI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ashraf Ghani er sigurvegari forsetakosninganna í Afganistan, sem fóru fram 28. september í fyrra. Landskjörstjórn í Kabúl greindi frá því í dag. Hann hlaut 50,64 prósent atkvæða. Tafist hefur um hátt í fimm mánuði að birta endanlega niðurstöðu vegna ásakana Abdullah Abdullah, keppinautar Ghanis, um kosningasvik. Þar af leiðandi þurfti að telja öll atkvæðin að nýju.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi