Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Geta ekki veitt Snowden hæli

10.06.2013 - 08:44
Mynd með færslu
 Mynd:
íslensk yfirvöld geta ekki veitt Edward Snowden hæli, svo lengi sem hann er í Hong Kong, segir Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína.

Þetta er haft eftir henni á vefsíðu dagblaðsins South China Morning post. Kristín segir í skriflegu svari til blaðsins að samkvæmt íslenskum lögum geti fólk einungis lagt fram umsókn um hæli,  þegar það sé komið til landsins.

Snowden upplýsti á vef Guardian og Washington Post í gær að hann væri maðurinn sem lekið hefði upplýsingum um persónunjósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA. Hann sagði í viðtali við breska blaðið Guardian að hann vildi allra helst sækja um hæli á Íslandi, vegna viðhorfa Íslendinga til netfrelsis.

Samkvæmt vef Guardian hafa Repúblíkanar í Bandaríkjunum nú uppi háværar kröfur um framsal Snowdens til Bandaríkjanna.