Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gerir ráð fyrir að kórónaveiran berist hingað til lands

28.01.2020 - 14:13
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson - RÚV
epaselect epa08149565 Passengers wearing face masks who arrived from Guangzhou, China lineup for immigration at the Ninoy Aquino International Airport in Manila, Philippines, 22 January 2020. According to media reports, at least nine people have died and more than 400 people are confirmed infected by a new respiratory virus which was first detected in Wuhan, China. The virus, called the coronavirus, can be passed between humans and has spread to the USA, Thailand, South Korea, Japan and Taiwan.  EPA-EFE/MARK R. CRISTINO
 Mynd: MARK R. CRISTINO - EPA
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir að kórónaveiran berist hingað til lands og því sé mikilvægt að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar. Hann segir að ekki sé hægt að tryggja að veiran berist ekki hingað, þrátt fyrir að gripið sé til aðgerða. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarna um veiruna.

Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá um 4.587 einstaklingum og minnst 106 hafa látist vegna hennar. Þá eru talið að fjöldi tilfella séu mun fleiri. Flest Langflest eru tilfellin upprunnin í Kína. Einnig eru dæmi um einstaklinga sem hafa smitast í Taívan, Taílandi, Ástralíu, Malasíu, Singapúr, Frakklandi, Japan, Suður-Kóreu, Bandaríkjunum, Víetnam, Kanada, Nepal, Shrilanka, Kambódíu og Þýskalandi.

Engar aðgerðir tryggi að veiran berist ekki hingað til lands

Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst á Íslandi. Hins vegar gerir sóttvarnalæknir ráð fyrir því að veiran berist hingað til lands. Þá segir hann að engar aðgerðir muni tryggja að veiran berist ekki hingað til lands.

„Viðbrögð yfirvalda hér á landi beinast að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir veika einstaklinga og viðhalda nauðsynlegri starfsemi innanlands,“ segir í stöðuskýrslu Almannavarna.

Mynd: RÚV / RÚV
Landlæknir og sóttvarnarlæknir verða gestir í Kastljósi í kvöld.

Hægt að greina sýni eftir nokkra daga

Í skýrslunni kemur fram að aðeins verða tekin sýni úr einstaklingum á Íslandi sem eru með einkenni veikinda. Gert er ráð fyrir að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi.

Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp kemur sýking hér á landi sé gert ráð fyrir að einstaklingur verði í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Einstaklingar með grunsamlega eða staðfesta sýkingu verða settir í einangrun en þeir einstaklingar sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum.

Upplýsingum um smitgát hefur verið dreift á ensku og íslensku til ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Þá er undirbúningur hafinn að dreifingu SMS skilaboða á íslensku, ensku og kínversku til ferðamanna þar sem eru veittar upplýsingar um hvert á að leita.