Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gera við þotuna á Íslandi

24.07.2013 - 13:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Eigendur rússnesku farþegaþotunnar sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli á sunndag hafa ákveðið að reyna að gera við þotuna hér á Íslandi. Hópur viðgerðarmanna frá rússnesku flugvélaverksmiðjunni Sukhoi er kominn til landsins og þess er nú beðið að fá flugskýli þar sem hægt verði að gera við vélina.

Þetta staðfestir Steindór Bjarni Róbertsson, sölu- og markaðsstjóri Airport Associates, sem þjónustar Sukhoi verksmiðjurnar hér á landi. Spurður að því hvort þetta þýði að vélin sé ekki ónýt segir hann að enn sé verið að skoða hana. Vélin var flutt af brautarenda flugbrautarinnar þar sem hún magalenti í gærkvöld með aðstoð krana. Hægt var að ná hjólastelli vélarinnar niður og tengja það rafmagni svo hægt væri að draga vélina í stæði.