Gera ráð fyrir miklum töfum á umferð síðdegis

04.09.2019 - 13:18
Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson / RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir ráð fyrir að miklar truflanir verði á umferð síðdegis þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fer aftur út á Keflavíkurflugvöll. Fólk þurfi að huga að þessu á heimleið eftir vinnu og þeir sem þurfi að sækja börn í skóla þurfi að huga að því í tíma.

Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir að lokað verði fyrir umferð á akstursleið varaforsetans frá Keflavík að Höfða í Reykjavík á meðan hann á leið um. Lokað verði í einhverjar mínútur. Sami háttur verður hafður á þegar hann fer til baka. 

Unnar segir þetta stærstu aðgerðina sem hann hafi tekið þátt í hjá lögreglunni. 

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi