Gengislækkun júans hefur víða áhrif

12.08.2015 - 19:32
epa04880927 Chinese 100 Yuan or Renminbi (RMB) are arranged for photograph in Beijing, China, 12 August 2015. The yuan has sunk to the lowest trading price in a decade after China's central bank devalued the currency on 11 August to aid a struggling
 Mynd: EPA
Verðlækkun varð á mörkuðum um allan heim þegar Seðlabanki Kína felldi í dag gengi júansins annan daginn í röð. Bankinn segir þetta ekki upphafið að löngu rýrnunarskeiði. Tilgangurinn sé að styðja við kínverskan útflutning sem hafi dregist saman.

Gengi júansins var fellt um 1,9 prósent í gær og um 1,6 prósent í dag. Gengi þess hefur ekki lækkað jafn mikið gagnvart Bandaríkjadal á svo skömmum tíma í meira en tvo áratugi.

Titringur varð á mörkuðum í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. Til að róa fjárfesta sendi Seðlabanki Kína frá sér yfirlýsingu um að ekki væri von á frekari gengisfellingu og aðgerðirnar væru ekki upphaf rýrnunarskeiðs. Markaðurinn fái að ráða meiru um gengi júansins, ekki bara Seðlabankinn. Meginmarkmiðið sé að styrkja útflutning sem dróst saman um meira en átta prósent í júlí.

Hagfræðingurin Zhang Yu segir að til þess að koma í veg fyrir að það dragi frekar úr útflutningi þurfi að stilla af gengið. Ekki sé hægt að elta hækkunina á bandaríkjadal. 

Ulrich Kater, yfirhagfræðingur hjá DekaBank, segir að frekar en að fella gengi gjaldmiðilsins enn meira, sé líklegt að það dragi úr kröfum um eigi fé bankanna. Slíkar leiðir verði farnar til að efla hagvöxtinn.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fagnar því að markaðurinn ráði meiru um gengi júansins. Breytingin verður þungbær fyrir kínversk fyrirtæki sem þurfa að greiða meira af lánum í erlendri mynt, kínversk flugfélög sem greiða fyrir eldsneyti með Bandaríkjadal og fyrir þá sem selja vörur, sér í lagi hágæðavörur, til Kína en þær verða dýrari.

Þeir sem hafa það betra eru útflytjendur í Kína, þeir sem kaupa neysluvörur frá Kína - sem verða ódýrari, og útlendingar í Kína sem fá fleiri júön fyrir sinn gjaldmiðil.

 

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi