Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Geitaskinn verkað á Árnastofnun

11.08.2011 - 20:12
Að verka geitaskinn fyrir bókfell er meðal þess sem nemendur í alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum þurfa að kunna skil á.

Í sumarskóla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum læra nemendur að meðhöndla og lesa forn handrit. Undir handleiðslu sérfræðinga Árnastofnunar kynnast þeir ferlinu a til ö, það er að segja hvernig geit verður að menningarverðmætum.

Námskeiðið er haldið á vegum Árnastofnunnar og systurstofnunarinnar í Kaupmannahöfn í samstarfi við Háskóla Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og háskólana í Tübingen, Zürich og Cambridge.

Það sækja ríflega fimmtíu nemendur sem koma víða að.