Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Geir orðinn sendiherra í Washington

04.01.2015 - 15:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur störf sem sendiherra Íslands í Washington í byrjun janúar. Utanríkisráðherra skipaði í lok júlí Geir og Árna Þór Sigurðsson sendiherra.

Eftir að sendiherrar hafa verið skipaðir er leitað samþykkis gistiríkis og samþykktu bandarísk stjórnvöld Geir í september.  Hann tekur við sendiherraembættinu af Guðmundi Árna Stefánssyni,  sem hefur verið sendiherra í Washington frá 2011. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu hefur Árni Þór störf um mánaðamótin í ráðuneytinu fyrst um sinn. Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið.