Geir Haarde verður sendiherra

30.07.2014 - 19:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Utanríkisráðherra skipaði í dag Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í embætti sendiherra. Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar einnig skipaður sendiherra. Skipunin tekur gildi frá og með fyrsta janúar á næsta ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins frá því í kvöld. 

Ráðuneytið getur ekki gefið upp að svo stöddu í hvaða sendiráði þeir muni starfa, þar sem leita þurfi samþykkis gistiríkis fyrst. Til greina koma sendiráð Íslands í Washington, Moskvu, Osló, París og Berlín. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Geir muni fá stöðu sendiherra í Washington. Fréttastofa hefur ekki fengið það staðfest.

Steinunn Þóra Árnadóttir mun taka sæti Árna Þórs á þingi. Björn Valur Gíslason verður fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í stað Steinunnar.