Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Gat ekki beðið með að prófa byssuna

22.03.2017 - 17:15
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Lögreglan handtók í dag manninn sem skaut af byssu  í Kópavogi í gærkvöldi. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hafi verið búinn að fá vopnið úr viðgerð og hafi ekki getað beðið með að prófa það. 

 

Lögreglan fékk tilkynningu í gærkvöldi um skothvell í Grundahverfi og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Vitni hafði séð mann hleypa af byssu og skothylki fannst á staðnum. Þrátt fyrir töluverða leit fannst maðurinn ekki. Rannsókn málsins hélt áfram í dag og var maður handtekinn. Hann viðurkenndi að hafa verið að verki og gaf þá skýringu að hann hafi fengið byssuna úr viðgerð og hafi ekki getað beðið með að kanna hvort að viðgerðin hafi heppnast. Lögreglan lagði hald á fleiri skotvopn í eigu mannsins og var hann sviptur skotvopnaleyfi. Málið tels upplýst að fullu.

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV