Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Garðarnir eru yfir að líta eins og ljósaborg“

24.12.2019 - 09:09
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Þór Víglundsson - RÚV
Gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína í kirkjugarða landsins í dag til að vitja leiða ástvina sinna yfir jól, leggja þar skreytingar og tendra ljós sem gera kirkjugarðana eins ljósaborg, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Nokkur umferð hafi verið um garðana um helgina.

„Við erum að hvetja fólk eins og við getum að koma með vistvænar skreytingar í garðana, grenigreinar og vistvænar skreytingar sem hægt er að fá í búðum hér. Fólk kemur með lifandi ljós og margir kaupa rafmagnsljós yfir aðentuna og fram á þrettándann. Garðarnir eru yfir að líta eins og ljósaborg,“ segir hann. Rætt var við hann á Morgunvaktinni í morgun. Hann hvetur fólk til þess að fjarlægja skreytingar af leiðum fljótlega eftir áramót. 
 
Þórsteinn segir að lögreglan stjórni umferð um garðana og að Fossvogskirkjugarður verði lokaður fyrir bílaumferð milli klukkan 11og 14í dag. „Þeir sem eiga erfitt um gang og þurfa á bíl að halda velja þá tímann fyrir klukkan ellefu eða eftir klukkan tvö í dag.“ 

 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV