Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Gallaðar reglur um staðgöngumæðrun

06.02.2011 - 14:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Þó að lög um staðgöngumæðrun myndu banna staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni er óljóst hvernig hægt væri að koma í veg fyrir slíkt. Þetta segir lögfræðingur á Jafnréttisstofu sem er þeirrar skoðunnar að það sé ótímabært að setja lög um staðgöngumæðrun hér á landi.

Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á jafnréttisstofu segir marga ágalla á þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun sem liggur fyrir Alþingi. Þar er skýrt kveðið á um að eingöngu eigi að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi en ekki í hagnaðarskyni. Ingibjörg segir það mjög óljóst hvernig eigi að koma í veg fyrir það með lögum. Erfitt sé að setja lög um hvatir fólks til ákveðna verka. Veltir hún þeirri spurningu upp hvort refsa eigi konu fyrir að ganga með börn fyrir aðra í velgjörðaskyni, verði síðar dregið að um góðverk hafi verið að ræða.


Ingibjörg telur að þingsályktunartillagan sé alls ekki tímabær því það sé of mörgum spurningum ósvarað og málið þurfi að skoða vel og vandlega áður en farið er að vinna að löggjöf. En ef ekki er til nein löggjöf um staðgöngumæðrun hér á landi, hvað þýðir það fyrir íslendinga sem vilja eignast barn með milligöngu staðgöngumæðra í löndum þar sem slíkt er leyft?


„Ég átta mig ekki alveg á því ennþá.“