Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi

epa05016199 Myanmar's National League for Democracy (NLD) Party's leader Aung San Suu Kyi receives flowers from supporters during her visit to a polling station at her constituency in Kawmhu township, Yangon, Myanmar, 08 November 2015. Myanmar
Aung San Suu Kyi. Mynd: EPA

Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi

28.12.2017 - 10:15

Höfundar

Í barnabók um hundrað konur sem í gegnum tíðina hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd er kafli um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar. Foreldrar í Bretlandi hafa hvatt til þess að sá kafli verði fjarlægður úr bókinni verði hún endurprentuð.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu fyrir jólin og heitir Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur. Að sögn Stellu Soffíu Jóhannesdóttur, verkefnisstjóra útgáfu hjá Forlaginu, var ekki hægt að gera breytingar á bókinni. „Í þessu tilviki var ekki samið um neinar breytingar og Forlagið því skuldbundið til að gefa bókina út óbreytta,“ segir hún. Ekki sé vaninn að breyta þýddum bókum, bæta við eða taka út kafla, nema með sérstöku samþykki rétthafa. Ekkert foreldri eða lesandi hefur haft samband við Forlagið vegna kaflans um Suu Kyi. 

SÞ segja stjórnarherinn líklega hafa framið þjóðarmorð

Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Hún hefur verið gagnrýnd víða um heim á þessu ári fyrir að beita sér ekki gegn grimmilegum hernaði stjórnarhersins í Mjanmar gegn Róhingjum sem eru minnihlutahópur í landinu. Fjöldi þeirra hefur verið drepinn síðan hernaðurinn hófst í lok ágúst og um 655.000 hafa flúið til nágrannaríkisins Bangladess. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að stjórnarherinn hafi líklega gerst sekur um þjóðarmorð.

Móðir segir „andstyggilegt“ að í bókinni sé kafli um Suu Kyi

Guardian greinir frá því að foreldrar í Bretlandi hafi tjáð óánægju sína vegna kaflans um Suu Kyi á Facebook-síðu bókarinnar. Þar segir móðir að það sé andstyggilegt að í barnabók sé kafli um manneskju sem sé grunuð um þjóðarmorð. Faðir segir að hann hafi keypt bókina fyrir þriggja ára dóttur sína sem mótvægi við bækur um prinsessur. Það hafi verið mikil vonbrigði að sjá kafla um Suu Kyu í bókinni. Höfundar bókarinnar segja í tilkynningu að þeir fylgist náið með stöðunni og útiloki ekki að fjarlægja kaflann þegar bókin verði prentuð á ný.  

Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum. Amelia Earhart, Marie CurieHillary Clinton og Serena Williams eru meðal þeirra sem fjallað er um í bókinni.  

Tengdar fréttir

Erlent

Vildi ekki ræða ofsóknir gegn Róhingjum

Erlent

Tveir blaðamenn áfram í haldi í Mjanmar

Erlent

Rannsaka fjöldagröf í Rakhine héraði

Asía

Minnst 6.700 róhingjar drepnir á fyrsta mánuði