Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gagnkynhneigðri gleðigöngu mótmælt í Boston

01.09.2019 - 18:01
epa07808443 A protester (C) is restrained by bicycle police on Congress Street, following the 'Straight Pride Parade' in Boston, Massachusetts, USA, 31 August 2019. Despite outrage from local politicians including Mayor Marty Walsh, the parade was granted permission to march but under a heavy police presence.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nokkur hundruð manns tóku þátt í gleðigöngu fyrir gagnkynhneigða sem haldin var í fyrsta sinn í gær í Boston í Bandaríkjunum. Yfir þúsund manns mótmæltu göngunni. Skipuleggjendur göngunnar sögðust ekki vera á móti samkynhneigð, þau hafi hins vegar viljað vekja athygli á samfélagi gagnkynhneigðra.

Hundruð lögregluþjóna vöktuðu gönguna og mótmælin. Lögregla beitti piparúða á mótmælendur og handtók þrjátíu og sex. Flestir hinna handteknu voru mótmælendur göngunnar. Mbl.is greindi frá. 

Kölluðu þátttakendur nasista-úrþvætti

Sumir skipuleggjenda og ræðuhaldara göngunnar hafa verið orðaðir við hægri öfgasamtök. Þá sýndi fjöldi þátttakenda göngunnar stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta með skiltum og fatnaði þar sem á stóð til dæmis „byggjum vegginn“ og „þjóð Trumps“. Mótmælendur hrópuðu ókvæðisorðum að þátttakendum göngunnar og kölluðu þau meðal annars nasista-úrþvætti.  

epa07808433 A couple kisses as they march along in protest of the participants in the 'Straight Pride Parade' in Boston, Massachusetts, USA, 31 August 2019. Despite outrage from local politicians including Mayor Marty Walsh, the parade was granted permission to march but under a heavy police presence.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ekki á móti samkynhneigðum

Skipuleggjendur sögðu að viðburðurinn ætti að vera árlegur. Þau væru ekki vera á móti samkynhneigðum, heldur væru einfaldlega að nýta rétt sinn til tjáningarfrelsis. Íhaldsmaðurinn Milo Yiannopoulos, sem er samkynhneigður, leiddi gönguna. Milo sagðist vilja láta bæta hópi gagnkynhneigðra við rununa LGBTQ+, sem stendur fyrir samkynhneigðar konur og karla, tvíkynhneigða og trans- og hinsegin fólk.

Bandaríska þingkonan, Alexandria Ocasio-Cortez, sagði á Twitter að hægt væri að sýna mótmælendum göngunnar stuðning í verki með því að styrkja þá sem handteknir voru í mótmælunum.