Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Gaflarar vilja taka á móti flóttafólki

03.09.2015 - 15:42
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti einróma áframhaldandi samtal við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að móttöku flóttafólks.

Bæjarstjórnin staðfesti samþykkt fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar við að aðstoða og taka á móti flóttafólki. Horft verður til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks en Hafnarfjarðarbær tók á móti sex manna afganskri fjölskyldu í fyrra.