Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Gæti draumur um matarmarkað á Hlemmi ræst?

28.05.2015 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Reykjavíkurborg er að taka við rekstri Hlemms og Mjóddar af Strætó. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vekur máls á þessu í vikulegum pósti sínum. Hann telur að það yrði spennandi að blanda saman verslun og þjónustu á Hlemmi og segir: „Hver veit nema draumurinn um matarmarkað á Helmmi geti ræst?“

Haustið 2012 samþykkti borgarstjórn að efna til samráðs um framtíðarnotkun skiptistöðvarinnar á Hlemmi. Fram kemur í póstinum frá Degi að tvær ólíkar arkitektastofur hafi velt upp flötum á notkun Hlemms og Mjóddar og að næstu skref verið að auglýsa eftir hugmyndum og rekstaraðilum fyrir þessi ólíku hús. 

Fleiri borgarbúa dreymir um matarmarkað á Hlemmi heldur en borgarstjórann, en sú hugmynd hefur reglulega skotið upp kollinum. Meðal annars kom Miðborgin okkar, samstarfsvettvangur rekstr­araðila í miðborg­inni, fram með þá hug­mynd að á Hlemmi yrði líf­rænn mat­ar­markaður og svipuð tillaga hefur verið til umfjöllunar á samráðsvettvangnum Betri Reykjavík. 

 

 

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV