Reykjavíkurborg er að taka við rekstri Hlemms og Mjóddar af Strætó. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vekur máls á þessu í vikulegum pósti sínum. Hann telur að það yrði spennandi að blanda saman verslun og þjónustu á Hlemmi og segir: „Hver veit nema draumurinn um matarmarkað á Helmmi geti ræst?“