Fyrsti makríllinn til Neskaupstaðar

14.07.2016 - 13:50
Mynd með færslu
Fiski af makrílætt hefur fækkað um 74% í heimshöfunum undanfarna áratugi, en til hennar teljast meðal annars makríll og túnfiskur. Mynd: RÚV
Fyrsta makrílafla vertíðarinnar, sem kemur til Neskaupstaðar, verður landað í dag. Togarinn Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar í nótt með 480 tonn af frystum makríl og 200 tonn af afskurði.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Togarinn var fimm sólarhringa á veiðum frá Stokksnesgrunni og vestur undir Öræfagrunn. Haft er eftir Birki Hreinssyni skipstjóra að ekki væri mikið af makríl á miðunum. Hann virðist vera heldur seinna á ferðinni en síðustu ár, en Birkir segist samt bjartsýnn á vertíðina og að haldið verði strax til veiða á ný eftir löndun.  

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi