Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fyrsta verkefni geimsveitarinnar skotið á loft

27.03.2020 - 02:08
A United Launch Alliance Atlas V rocket lifts off from launch complex 41 at the Cape Canaveral Air Force Station with a payload of a high frequency satellite Thursday, March 26, 2020, in Cape Canaveral, Fla. Built by Lockheed Martin, this U.S. military spacecraft will provide highly-secure communications. (AP Photo/John Raoux)
 Mynd: AP
Heimsfaraldur dugði ekki til að hamla fyrsta opinbera verkefni geimsveitar Bandaríkjahers í gær. Samskiptagervihnöttur var sendur á braut um jörðu frá Canaveral-höfða í Flórída í gærkvöld. Hnötturinn nefnist AEHF-6 og er frá Lockheed Martin.

Hann er sá sjötti og síðasti í röð hátíðni-gervihnatta, sem eiga að hjálpa Bandaríkjaher að eiga örugg samskipti um allan heim hvort sem um ræðir hernaðaraðgerðir í lofti, láði eða legi. Þá segir Lockheed Martin um hnettina að þeir gæri herforingjum örugga samskiptalínu til herafla í hvaða aðstæðum sem er, jafnvel í kjarnorkustyrjöld.

Geimsveitin var stofnuð formlega í desember sem fimmta herdeild Bandaríkjahers. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV