Fyrsta umferð Gettu fór vel af stað

Mynd: gettu betur / gettu betur

Fyrsta umferð Gettu fór vel af stað

06.01.2020 - 19:15
Fyrsta umferð Gettu betur hefst í kvöld klukkan 19:30. Tíu skólar keppa í fyrstu umferð í kvöld en í ár eru 28 skólar skráðir til leiks.

Spurningakeppni framhaldsskólanna er í beinni útsendingu á RÚV núll. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir, dómarar og spurningahöfundar eru þau Ingileif Friðriksdóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Hægt er að hlusta á útsendinguna í beinni í spilaranum hér fyrir ofan.

19:30 Menntaskólinn í Kópavogi - Fjölbrautaskóli Suðurnesja
20:00 Menntaskólinn við Sund - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
20:30 Framhaldsskólinn á Húsavík - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
21:00 Framhaldsskólinn á Laugum - Verkmenntaskóli Austurlands
21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn að Laugarvatni