Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fyrsta langreyður vertíðarinnar veidd

18.06.2013 - 09:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvalur 8 veiddi í gærkvöld fyrstu langreyðina á þessari vertíð og er nú á leið í land með hana. Samkvæmt upplýsingum frá Hval hf. er búist við að komið verði með hann í land eftir hádegið.

Hinn báturinn, Hvalur níu, hefur ekki veitt ennþá en síðast þegar fréttist lónaði hann á miðunum í heldur leiðinlegu veðri.