Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fyrsta heimsóknin á Íslandi var á Snæfellsnes

30.10.2019 - 21:06
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru á Snæfellsnesi í heimsókn. Snæfellsbær var skoðaður í dag og þau fara á Grundarfjörð á morgun. Eliza segist bera hlýhug til Snæfellsness þar sem það var fyrsti staðurinn sem þau hjónin heimsóttu saman á Íslandi.

Þau fengu innsýn í atvinnulíf Snæfellsbæjar í dag og heimsóttu meðal annars KG fiskvinnslu í Rifi. Þau fóru einnig í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi og hlýddur á söng barnanna í yngstu bekkjum skólans. 

Guðni segir að það finnist að í Snæfellsbæ sé fólk sem vill skapa öflugt samfélag og að þar finnist samtakamáttur. Þá segist Eliza hugsa hlýtt til Snæfellsness í heild sinni. 

"Í fyrsta skipti sem ég kom til Íslands, fyrir meira en tuttugu árum, við Guðni fórum beint hingað frá Keflavík. Snæfellsnes er fyrsti staðurinn sem ég heimsótti og ég er sérstaklega ánægð að vera hérna í dag og á morgun," segir hún.

Guðni tekur undir með Elizu.

"Ég segi það bara hérna, af því að við erum hérna, að auðvitað vildi ég sýna Elizu fegursta stað Íslands og fór með hana hingað vestur á Snæfellsnes," segir hann.

Á morgun fara hjónin í Grundarfjörð og fá þar innsýn í samfélag og atvinnulíf bæjarins.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir