Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fyrsta gleðigangan í Sarajevo

08.09.2019 - 19:40
epa07827812 Participants carry placards and rainbow colored flags during Sarajevo's first-ever gay pride parade, in Sarajevo, Bosnia and Herzegovina, 08 September 2019. Representatives of LGBT (Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender) organisations and their supporters took part in the event that also commemorates the 50th anniversary of the so-called Stonewall Riots in New York City, USA, when a police raid at the Stonewall Inn in Greenwich Village in 1969 sparked riots that were leading to the gay liberation movement.  EPA-EFE/FEHIM DEMIR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir tvö þúsund tóku þátt í fyrstu gleðigöngu hinsegin fólks í Sarajevo í dag. Í göngunni var hatursglæpum í garð hinsegin fólks í Bosníu mótmælt. Yfir 1.100 lögreglumenn vernduðu gönguna fyrir um 150 manna mótmælagöngu gegn hinsegin fólki. 

Lejla Huremovic, aðgerðarsinni, fagnaði því að hinsegin fólk hafi loks geta sýnt sig á götum úti. AFP fréttastofan hefur eftir henni að þau þori nú að láta meira í sér heyra í baráttu sinni, laus við ótta og ofbeldi.

Að sögn AFP eru lög gegn mismunun á fólki vegna kynhneigðar í gildi í Bosníu. Hins vegar eru samkynja hjónabönd ekki viðurkennd í landinu. Stór hluti þriggja og hálfrar milljónar íbúa Bosníu eru íslamstrúar, þar af um 80% 340 þúsund íbúa Sarajevo. Nokkrir múslimahópar og stjórnmálaflokkar múslima höfðu hvatt skipuleggjendur til að hætta við gönguna.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV