Fyrsta COVID-19 tilfellið í Vestmannaeyjum

15.03.2020 - 23:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglumaður í Vestmannaeyjum greindist í dag með COVID-19. Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá þessu á Facebook í kvöld. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að greinast með nýju kórónaveiruna í Eyjum. Ekki er talið að hann hafi smitast við störf sín.

18 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum, og viðbúið að þeim eigi eftir að fjölga á næstunni segir lögreglan. Smitrakning er í gangi og aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð í Eyjum.

Alls eru nú 180 staðfest smit á landinu, eftir að fjögur greindust í dag. Nærri 1.800 eru í sóttkví og 180 eru í einangrun. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi