Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Fyrsta barn ársins fæddist á Landspítala

01.01.2015 - 07:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Fyrsta barn ársins fæddist á fæðingarvakt Landspítalans klukkan 3:54 í morgun. Það er stúlka sem vegur rúm þrjú kíló og er 49 sentimentrar á lengd. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum heilsast móður og barni vel.

Að minnsta kosti tvö börn fæddust á landsbyggðinni á ellefta og tólfta tímanum í gærkvöld en samkvæmt upplýsingum fréttastofu fæddist fyrsta barn ársins rétt fyrir klukkan fjögur í nótt í Reykjavík.