Fyrst í Norðausturkjördæmi

21.10.2012 - 06:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Talning kláraðist í Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sex og var það fyrsta kjördæmið til að skila öllum tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni vegna tillagna stjórnlagaráðs.

13.216 greiddu atkvæði í Norðausturkjördæmi. 7.155, 57,5% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu já við því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 5.285, 42,5% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu nei.

73,4% greiddu atkvæði með því að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign, 59,8% vilja að ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá, 68,6% vilja auka persónukjör í kosningum til Alþingis. Kjósendur í Norðausturkjördæmi höfnuðu hins vegar tillögu um að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um jafnt vægi atkvæða, 30,5% sögðu já en 69,5% nei.

 

7.276, 65,9% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu já við sjöttu spurningunni, um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi