Lögregla í Tallinn í Eistlandi hefur frá því í gær leitað að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóra Danske Bank í borginni. Hann fór að heiman frá sér í gærmorgun í íþróttagalla og farsímalaus. Lögregluna grunar að honum hafi verið rænt og að hann sé í lífshættu, að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.