Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank horfinn

24.09.2019 - 16:43
epa06569858 An exterior view of Danske Bank building in Tallinn, Estonia 25 March 2017 (re-issued 28 February 2018). Reports on 28 February 2018 state Estonian authorities may again investigate Danske Bank's branch in the Estonian capital over allegations of money-laundering. The bank was probed on similar  allegations in 2014. The Estonian Financial Supervision Authority on 27 February 2018 confirmed they would probe the bank for possibly failing to report of money laundering allegations that may be linked with high-profile Russians. Danske Bank has confirmed it also has launched an investigation into same allegations.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Tallinn í Eistlandi hefur frá því í gær leitað að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóra Danske Bank í borginni. Hann fór að heiman frá sér í gærmorgun í íþróttagalla og farsímalaus. Lögregluna grunar að honum hafi verið rænt og að hann sé í lífshættu, að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Talið er að um sex þúsund viðskiptavinir Danske Bank í Eistlandi tengist umfangsmiklu peningaþvætti sem stundað var á árunum 2007 til 2015. Rannsókn leiddi í ljós að jafnvirði 28 þúsund milljarða íslenskra króna fóru gegnum útibúið á þeim tíma. Talið er að stór hluti upphæðarinnar tengist peningaþvætti.

Ekki er vitað til þess að Aivar Rehe hafi hafi tengst þessari glæpastarfsemi. Lögreglumenn með leitarhunda og dróna hafa ásamt sjálfboðaliðum leitað að honum í gær og í dag.