Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fyrrverandi utanríkisráðherra veginn

22.05.2019 - 15:17
Somalis walk near the wreckage after a suicide car bomb attack in the capital Mogadishu, Somalia Wednesday, May 22, 2019. A police spokesman said the attack killed at least six people and injured more than a dozen, while Islamic extremist group al-Shabab claimed responsibility for the blast, saying it targeted vehicles carrying government officials. (AP Photo/Farah Abdi Warsameh)
Myndin er frá hryðjuverkaáás í Sómalíu í maí á þessu ári.  Mynd: AP
Fyrrverandi utanríkisráðherra Sómalíu og fjórir til viðbótar létust þegar bílsprengja sprakk í dag þar sem þeir voru á ferð um höfuðborgina Mogadishu. Ellefu til viðbótar særðust. Sómölsku hryðjuverkasamtökin Al-Shabab segjast hafa verið að verki.

Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér segir að skotmark þeirra hafi verið bílalest embættismanna og þingmanna sem var á leið til forsetahallarinnar í Mogadishu. AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvotti að nokkrir bílar hafi eyðilagst í sprengingunni.

Al-Shabab samtökin hafa haldið uppi blóðugri andstöðu við stjórnvöld í Sómalíu í meira en áratug. Þau réðu höfuðborginni um tíma, en voru hrakin þaðan árið 2011. Helstu yfirráðasvæði þeirra eru á landsbyggðinni þaðan sem þau halda uppi árásum á skotmörk í Mogadishu og víðar.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV