Fyrirhugaðar viðgerðir á Ölfusárbrú

23.06.2019 - 11:53
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Ölfusárbrú á næstunni. Stefnt er að því að sandblása og mála grind brúarinnar.

Gerðar eru strangar kröfur um varnir gegn ryki og málingu út í umhverfið. Því verður sett upp net beggja vegna brúarinnar sem tekur við öllum óhreinindum og málingu. Þetta kemur fram á vefnum Sunnlenska.is

Til að koma vörnum fyrir þarf að gera brúnna einbreiða í takmarkaðan tíma. Gert er ráð fyrir að það verði gert á kvöldin þegar umferð er í lágmarki. Þá verða hraðatakmarkanir á brúnni. Hámarkshraðinn verður 30 km/klst. Eins má búast við einhverjum truflunum á gönguleið yfir brúnna.

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi