Fundu tvö tonn af hassi neðansjávar

22.09.2019 - 20:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Spænska strandgæslan fann og lagði hald á tvö tonn af hassi á botni Miðjarðarhafsins. Þrjátíu og tveir hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Hinir handteknu voru grunaðir um tilraun til að smygla hassinu til Tarifa-héraðs á Spáni. Mbl.is greinir frá. 

Efnunum var komið fyrir í vatnsþéttum umbúðum á botni Miðjarðarhafsins. Smyglararnir notfærðu sér meðal annars slöngubáta til að sækja efnin og létu kafara kafa eftir þeim.

Þá er talið að einn hinna handteknu, sem er í sjóbjörgunarsveitinni, hafi varað smyglarana við ferðum strandgæslunnar um svæðið. Lögreglan lagði hald á þrjá báta og fimm bíla í tengslum við rannsókn málsins.

Hér má sjá myndband frá spænsku strandgæslunni um fundinn. 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi