Fundu tólf flóttamenn í kæligámi

30.10.2019 - 15:28
epa07418849 Police officers secure Brussels Palace of Justice during the trial of the perpetrator of an alleged terrorist attack at the Jewish Museum in Brussels; at the Brussels Justice Palace in Brussels, Belgium, 07 March 2019. Frenchman Mehdi Nemmouche is accused of shooting four people dead at a Jewish museum in Brussels, allegedly the first Syria jihadi veteran to stage a terror attack in Europe, while Nacer Brendrer is on trial for his alleged complicity.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Belgíska lögreglan fann í dag tólf flóttamenn í kæligámi flutningabíls þar sem honum hafði verið lagt við þjóðveg í norðurhluta landsins. Að sögn talsmanns lögreglunnar tilkynnti bílstjórinn um fólk í gáminum. Flóttamennirnir reyndust vera frá Sýrlandi og Súdan og voru fluttir til yfirheyrslu í Antverpen.

Í síðustu viku fundust 39 flóttamenn látnir í kæligámi flutningabíls sem hafði komið til Bretlands með ferju frá Zeebrugge í Belgíu. Yfirvöld í landinu hafa í kjölfarið hert eftirlit með ferðum flóttafólks. Þau vinna með bresku lögreglunni að bera kennsl á hina látnu, sem í fyrstu var talið að væru Kínverjar.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi