Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Fundu hof frá 2000 fyrir Krist

20.03.2011 - 13:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Fornleifafræðingar hafa fundið fornt myndskreytt hof í Norður Perú , sem notað var til mannfórna og er talið vera frá því um 2000 fyrir Krist.

Hofið er stórt, byggt úr leir og skreytt lituðum myndum af guðum, vættum og mönnum hoggnum í stein, stöpla og veggi.  Hofið tilheyrir Lambayequeske-menningunni sem er forveri Inkatímans og sem skilið hefur eftir sig merkilega list, meðal annars ýmsar guðamyndir, gripi úr gulli og fórnarhnífa. Talið er að hofið tengist dýrkun tunglguðsins Herra Cicán sem sýndur er með vængi og með spjót í hendi. Talið er að mannfórnir til heiðurs guðinum hafi verið stundaðar í hofinu. Þar hafa fundist jarðneskar leifar að minnsta kosti 30 kvenna sem teknar hafa verið af lífi. Unnið er að því að forverja myndirnar á veggjum musterisins svo þær standist veðrun, sól og regn.  Fornleifafræðingar sem rannsaka hofið segja að vonir standi til að hægt verði að opna það  til sýningar fyrir almenning í lok þessa mánaðar.