Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fundi formanna lokið án niðurstöðu

27.11.2017 - 12:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fundi formanna allra flokka sem eiga sæti á Alþingi sem hófst klukkan 12:00 er lokið, án niðurstöðu. Á fundinum ræddu formennirnir um þingstörfin fram undan og hvenær þing hefst á ný.

Formennirnir funda nú með sínum þingflokkum. Annar fundur hefur verið boðaður í dag klukkan 15:00. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ægir Þór Eysteinsson
Fréttastofa RÚV
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir