Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins

10.01.2020 - 03:03
epa08115565 People attend a vigil for those killed when Ukraine International Airlines Flight PS752 crashed in Iran on 08 January 2020; in Toronto, Canada, 09 January 2020. The Ukrainian jet, flying from Tehran, Iran, to Kyiv, Ukraine, crashed minutes after takeoff, killing all 167 passengers and nine crew members aboard. Sixty-three Canadian citizens were onboard.  EPA-EFE/WARREN TODA
Minningarathöfn í Toronto um þau sem fórust með vélinni í Teheran. Kanadamennirnir 63 sem fórust áttu bókað tengiflug frá Kænugarði til Toronto.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.

Einnig hefur Boeing-verksmiðjunum verið boðið að senda sína fulltrúa á vettvang.

Tugir sérfræðinga frá Úkraínu komnir til Írans

45 sérfræðingar frá Úkraínu kom til Írans í gær og hefur Íransforseti heitið Úkraínuforseta því, að þeir fái fullan aðgang að flugritunum, sem báðir eru fundnir. Svíar hafa líka þekkst boð Íransstjórnar og sent mannskap til Teheran, og nú hefur bandaríska flugmálastjórninn bæst í þann hóp.

Abu Rabiei, talsmaður Íransstjórnar, fullyrðir að stjórnvöldum í Kanada, Þýskalandi, Bretlandi og Afganistan hafi einnig verið sent formlegt boð um að senda fulltrúa til að taka þátt í og fylgjast með rannsókninni á slysinu. 

82 Íranar fórust með vélinni, 63 Kanadamenn, 11 Úkraínumenn og 10 Svíar. Einnig fórust fjórir Afganskir ríkisborgarar, þrír Þjóðverjar og þrír Bretar. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi