Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Full ástæða til að skoða vel færð

17.03.2020 - 06:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Áframhaldandi norðaustan stormur og hríð á norðvestanverðu landinu í dag, og við bætist hríðarveður á norður og norðausturlandi þegar líður á daginn. Einnig er útlit fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni. Það er því full ástæða til að skoða vel færð og veður áður en lagt er af stað í ferðalög, þó komið sé fram yfir miðjan mars. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Það dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, og verður víða hæg breytileg átt og stöku él annað kvöld, en þá herðir einnig á frosti. Útlit er fyrir nokkuð rólegt veður á fimmtudag. 

Á föstudag gæti dregið til tíðina með lægð sem ber með sér hlýindi og mögulega rigningu á láglendi sunnan og vestanlands

Vegagerðin segir að vetrarfærð sé um flest allt land en veðurspáin sé slæm fyrir Vestfirði í dag.  Þar eru vegir víðast hvar ófærir eða lokaðir en fært er milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Vestfirðingar eru orðnir nokkuð þreyttir á ástandinu eins og sést á þessari færslu Arnar Guðmundssonar - Mugison.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV