Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frumvarp um Úígúra samþykkt

04.12.2019 - 08:37
epa07962616 Speaker of the House Nancy Pelosi speaks to the news media before presiding over the House vote on a resolution formalizing the impeachment inquiry on the House floor in the US Capitol in Washington, DC, USA, 31 October 2019. Speaker Pelosi opened an impeachment inquiry led by three congressional committees in response to a whistleblower's complaint that US President Donald J. Trump requested help from the President of Ukraine to investigate his political rival Joe Biden.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld frumvarp til laga sem meðal annars felur í sér refsiaðgerðir gegn kínverskum embættismönnum vegna meðferðar kínverskra yfirvalda á Úígúrum í Xinjiang. 

Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu, en sá eini greiddi einnig atkvæði gegn frumvarpi um Hong Kong sem Bandaríkjaforseti hefur staðfest.

Í nýja frumvarpinu er meðferðin á Úígúrum fordæmd og yfirvöld í Xinjiang sökuð um alvarleg mannréttindabrot. Fordæmdar eru fjöldahandtökur á Úígúrum og hvatt til að fangabúðir, svokallaðar endurmenntunarbúir, þar sem þeir er haldið, verði lokaðar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er hvattur til að beita þá refsiaðgerðum sem standa á bak við ofsóknir gegn Úígúrum og er sérstaklega nefndur leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Xinjiang.

Frumvarpið á eftir að fara fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og leggi það blessun sína yfir það verður það afhent Trump forseta til samþykktar eða synjunar.

Kínversk stjórnvöld fordæmdu í morgun samþykkt fulltrúadeildarinnar og kröfðust þess að frumvarpið yrði dregið til baka. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti yrði frumvarpið að lögum.