Frú Sigríður kveður Hanastélið í Motown stuði

Mynd með færslu
 Mynd: Doddi - RUV

Frú Sigríður kveður Hanastélið í Motown stuði

18.03.2016 - 16:27

Höfundar

Á laugardaginn fer næst síðasta Hanastélið í loftið á tímanum frá klukkan 17:02 til 19:00. Frú Sigríður Eir sýpur sitt síðasta Hanastél og var því blásið í Motown lúðurinn, nú skal verða stuð. Hinn hryllilegi Morðingi, Haukur Viðar Alfreðsson mætir í heimsókn með sinn hræðilega meðhjálpara, Markús Má Efraím (Morðingjarnir er hljómsveit). Ætla þeir að kynna fyrir hlustendum hrollvekju pöbbkviss sem verður haldið á Stofunni, kaffihúsinu á Vesturgötu.

Þar sem Motown stemningin kemur til með að ráða ríkjum munum við halda Íslandsmótið í Motownbassaleik og grúvi, sem er þekkt íþrótt erlendis og er að hasla sér völl á landinu fagra um þessar mundir.

Keppendur verða:

Ríkharður Sigurjónsson og Björn Heimir Önundarson úr hljómsveitinni Captain Syrup

Snorri Örn Arnarson og Georg Ingi Kulp úr hljómsveitinni Major Pink.

Keppt verður um hið eftirsóttaMotowngrúvegg nr. 4 frá.

Talandi um Páskaegg, þetta glæsilega egg nr. 7  fær nýtt heimili á morgun, sigurvegarinn í spurningarkeppni Hanastéls tekur það með sér heim.

Síminn er 5687-123

Eggið umrædda er á myndinni...

Góða skemmtu og góða helgi.