Sýningin verður opnuð kl. 20 á fimmtudaginn, 15. september og á henni verða um 40 verk eftir aðeins færri listamenn og eru þeir margir hverjir meðal þekktustu og virtustu listamanna seinni hlutar 20. Aldar og eru enn í dag. Má þar nefna listamenn á borð við Joseph Beuys, Tacitu Dean, Robert Filliou, Hamish Fulton, Roni Horn, Donald Judd, On Kawara, Joseph Kosuth, Richard Long, Yoko Ono, Lawrence Weiner og Karin Sander. Af íslenskum listamönnum má nefna Birgi Andrésson, Steingrím Eyfjörð og Kristján Guðmundsson.
Verkin eru öll í eigu einkasafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur sem hafa tengst flestum listamannanna vináttuböndum, unnið með þeim að öðrum sýningum og ferðast með þeim um Ísland á heimsóknum þeirra, að sögn Birtu.
Víðsjá tók Birtu tali í dag um sýninguna og má hlusta á viðtalið með því að smella á myndina.