Fríkirkjuvegur 11 hefur verið friðaður í heild. Mennta-og menningarmálaráðherra hefur að tillögu Húsafriðunarnefndar friðað innra byrði hússins en ytra byrði hússins var friðað í apríl 1978. Núverandi eigandi hússins, Björgólfur Thor, hugðist breyta húsinu talsvert.