Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Friðrik Ingi hættur að þjálfa

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski - RÚV

Friðrik Ingi hættur að þjálfa

28.03.2018 - 23:48
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, er hættur þjálfun. Hann greindi frá þessu í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir að lið hans tapaði leik á móti Haukum í oddaleik um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Friðrik hefur þjálfað árum saman og kveðst þegar hafa látið forráðamenn Keflavíkur vita af ákvörðun sinni. „Ég kem að körfuboltanum með einhverjum hætti, en það er komið að því, ég ætla að leggja flautuna á hilluna,” sagði hann í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld.

 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Haukar í undanúrslit eftir háspennu leik