Franska knattspyrnugoðsögnin Hidalgo látinn

epa08324497 (FILE) - OM All Stars coach French Michel Hidalgo walks in the field, prior to a gala soccer game between 4-4-2 Team and OM All Stars at the Geneva Stadium, in Geneva, Switzerland, Monday, April 21, 2008. The former coach of the French national soccer team died at age 87 as his family informed 26 March.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Franska knattspyrnugoðsögnin Hidalgo látinn

26.03.2020 - 18:56
Frakkinn Michel Hidalgo, sem stýrði Frökkum að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli árið 1984, lést í dag á heimili sínu.

Franska knattspyrnusambandið skýrði frá andlátinu í dag en Hidalgo var 87 ára að aldri og hafði glímt við veikindi í fjölda ára. Tveimur árum fyrir sigurinn á EM hafði franska liðið, undir stjórn Hidalgo, komist í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar sem á þeim tíma þótti nokkuð óvænt. Hidalgo lét af störfum sem þjálfari franska liðsins eftir sigurinn 1984 en þá hafði hann stýrt liðinu frá 1976. Hildalgo var einnig góður knattspyrnumaður sjálfur en hann lék meðal annars með Reims og Mónakó áður en þjálfaraferill hans hófst.

Michel Platini, sem var fyrirliði franska liðsins þegar þeir urðu Evrópumeistarar 1984, sagði í yfirlýsingu í dag að Hidalgo hafi skilið eftir sig sterka arfleið í frönskum fótbolta. „Hann endurbyggði franskan fótbolta á alþjóðlegum vettvangi," sagði hann. „Hann lét franska liðið ná hæstu hæðum, hann aðhylltist fallegan knattspyrnustíl sem leyfði einstaklingshæfileikum hvers og eins okkar að njóta sín," er haft eftir Platini á vef BBC.